Við hverju bjóst'ann?

Brynjar Harðarson, formaður Valsmanna, lýsir "gríðarlegum vonbrigðum" á mbl.is í kvöld, með þá ákvörðun Ólafar Nordal innanríkisráðherra að hafna kröfum Reykjavíkurborgar um lokun neyðarbrautarinnar í þágu byggingaframkvæmda Valsmanna. Nú stendur félag hans frammi fyrir töfum á verkinu fyrir vikið, en þær voru fyrirsjáanlegar og það vissi Brynjar ósköp vel. Það er margbúið að leiða hann í allan sannleika um þær alþjóðlegu reglur og skuldbindingar sem við erum háð varðandi öryggi flugvallarins og þá staðla sem hann þarf að uppfylla. Það er þráfaldlega búið að rekja þá ágalla sem eru á verkum Isavia og Samgöngustofu varðandi áhættumatsferli vegna hugsanlegrar lokunar neyðarbrautarinnar. Og það er algerlega ljóst að þegar þeir samningar voru gerðir sem borgarstjóri og Brynjar vísa nú til og varða lokun brautarinnar, þá lágu engar niðurstöður fyrir um mat á afleiðingum þess enda ekkert áhættumatsferli hafið vegna þess. Það var því mikill ábyrgðarhluti að ganga út frá þessari lokun brautarinnar án slíkrar athugunar. Þau Dagur læknir og Hanna Birna, þáverandi innanríkisráðherra, gáfu sér fyrirfram forsendur um flugöryggi sem ekki fást staðist og hafa síðan með ótrúlegum stjórnklækjum og lobbýisma reynt að handstýra niðurstöðum áhættumats í átt að eigin óskhyggju, reyndar með ótrúlegum árangri. En það vill til lánsins að ábyrgir stjórnmálamenn finnast inn á milli og nú hefur Ólöf Nordal sýnt úr hverju hún er gerð.

Hún er hins vegar með nokkrum ólíkindum, kokhreystin í Brynjari þessum Harðarsyni. Stutt er síðan hann lýsti því í sjónvarpsviðtali að félag hans væri með öll tilskilin leyfi borgarinnar fyrir framkvæmdunum og hefðu bara ekkert við ráðherrann að tala um það! Eins og engum kæmi það við að hann og Valsmenn eru að ryðjast inn á helgunarsvæði flugvallar allra landsmanna og ráðast þar með á öryggishagsmuni okkar allra, til að græða á því peninga. Raunar hefur hann einnig gert lítið úr þessum öryggishagsmunum og þýðingu þessarar flugbrautar fyrir t.d. sjúkraflug, eins og einhver alvitringur. Aldrei hefur hann þó, mér vitanlega, svarað nokkru af því sem ég og margir fleiri höfum með margvíslegum rökum og dæmum gert opinbert um mikilvægi neyðarbrautarinnar fyrir okkur. Því er ég afar forvitinn um það hvaðan manninum kemur þekkingin til að fullyrða um meinta vanþörf okkar fyrir þessa flugbraut. Í máli Brynjars er nefnilega átakanlegur skortur á röksemdarfærslum.

Ein fullyrðing sem Brynjar lét út úr sér fyrir nokkru í sjónvarpsviðtali, er einmitt þessu marki brennd, að rökstuðninginn skortir algerlega. Þá hafði hann verið spurður um það hvort ekki væri hægt að skipuleggja svæðið með þeim hætti að það truflaði ekki aðflug inn á neyðarbrautina. Það er ofur eðlileg spurning þar sem núverandi skipulag raðar annars vegar flötum mannvirkjum eins og sparkvöllum og bílastæðum og hins vegar íbúðablokkum allt upp í fimm hæðir með þeim hætti að hæstu byggingarnar koma einmitt sem næst brautarendanum, hvernig sem á því stendur! Brynjar kvað þvert nei við spurningunni og bar því við að einhverjir ótilgreindir sérfræðingar hefðu kveðið upp úr með að allar breytingar á þessu væru ómögulegar. En engar skýringar eða rök fylgdu þó með. Ég lýsi hér með eftir þeim.


mbl.is „Þetta eru gríðarleg vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Brynjar þessi er þekkt silfurskeiðabarn, úr röðum Sjálfstæðismanna og frekur og tillitslaus eftir þeirri uppskriftarbók. Alltaf fundist hann ógeðfelld "rassasleikja". - Er með slæma áru og slær um sig með valdashroka.

Már Elíson, 20.11.2015 kl. 08:31

2 identicon

Það gefur auga leið að ef húsum og öðru er raðað svona þarf flugbrautin að fara. Þess vegna er önnur uppröðun óhugsandi (maður fær það allavega stundum á tilfinninguna að hin raunverulega röksemdafærsla sé á þessa leið).

ls (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 08:40

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég held að é taki undir orð Márs Elíssonar! En heldur er samt vægt til orða tekið!!!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 20.11.2015 kl. 10:25

4 identicon

Ég held að Dagur B & Co séu orðnir hræddir. Borgin fær ekkert út úr skaðabótamáli á hendur ríkinu og borgin fær á sig skaðabótamál frá byggingabröskurunum. Þeir hlupu alvarlega á sig þegar þeir (Dagur og Gnarrinn)tóku á móti undirskriftum nær 70 þúsund landsmanna sem mótmæltu ÖLLUM breytingum á flugvellinum og umgengust þær eins og klósettpappír. Þvílík sorgarsaga sem á eftir að reynast borgarbúum dýr.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Höfundur

Þorkell Ásgeir Jóhannsson
Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Höfundur er flugmaður, tónlistamaður, fjölskyldumaður og altmuligtmaður, stjórnarmaður í Hjartanu í Vatnsmýri og áhugamaður um allt mögulegt.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • cheese
  • Svissneskur ostur V
  • Svissneskur ostur IV
  • Svissneskur ostur III
  • Svissneskur ostur II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband