Þöggunin.

Nú er allt reynt til að þagga flugvallarmálið niður fyrir kosningar. Það er einmitt tilgangurinn með þessu "samkomulagi" milli ríkis og borgar í haust, setja málið í nefnd og geta sagt síðan að þetta mál sé í farvegi og sé því ekki kosningamál í ár.

En lesandi góður, þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem gerist nú bak við tjöldin í borgarkerfinu. Siðan þessi "samningur" var gerður hefur verið unnið baki brotnu að því að eyðileggja þessa perlu í Vatnsmýrinni. Nýtt deiliskipulag hefur dúkkað upp sem brytjar niður eina flugbrautina og í svörum við athugasemdum við þetta deiliskipulag kemur fram að þetta hafi sérstaklega verið skoðað með tilliti til þarfa sjúkraflugsins. Það er lygi því forsendurnar sem þar eru lagðar til grundvallar eru falskar, enda þótti víst ekki taka þvi að fara að lögum í þessum útreikningum (um nothæfisstuðul m.t.t. hliðarvinds ofl.) eða leita samráðs við við framkvæmdaaðila sjúkraflugsins! Eyðilegging brautarinnar er á dagskrá þegar á þessu ári. Þá stendur til að útrýma heilu hverfi af flugskýlum, skólum, verkstæðum og flugklúbbum, strax á næsta ári. Flugnám, sem er með því dýrasta, sérhæfðasta og tæknilegasta sem hægt er að velja sér á nokkrum námsferli, og sem státar af nemendafjölda sem toppar margar fjölmennustu námsbrautir háskólanna hér, er víst ekki nógu fínt í fræðasamfélagi borgarinnar. Þessi eyðilegging flugstarfseminnar í Vatnsmýrinni bitnar á allri þjóðinni, því einmitt þarna er lagður grunnurinn að einni af mikilvægustu atvinnugreinum okkar, því ferðamannaiðnaðurinn byggist jú á flugi. Þarna á þungamiðjan í grasrót flugsins á Íslandi heima. Og allt er þetta gert þvert á anda "samkomulagsins" sem nú á að heita að sé í gildi milli ríkis og borgar. Nefndin atarna á nefnilega að skoða alla kosti í stöðunni út þetta ár, en annar samningsaðilinn er á fullu á meðan, við að eyðileggja perluna okkar og þá um leið mögulega valkosti til breyttrar legu flugvallarins. Það er sem sé eftir að ljúka þessari nefndarvinnu, auk þess sem áhættumatsferli varðandi lokun flugbrautarinnar sem ég nefndi áðan er ekki lokið. Mikil ósköp sem þessum eyðingaröflum liggur á!

 Allt er þetta gert til að hægt verði að troða tugþúsund nýjum íbúum ofan í þessa mýri, sem verður eitt allra dýrasta byggingarland íslandssögunnar. Rökin fyrir þessari vitleysu eru þau að það eigi að minnka akstur í borginni. og þar með fækka slysum og minnka mengun, hvernig sem þær fullyrðingar standast, ég er nú of tregur til að skilja það. Það liggur hins vegar fyrir að með þessu leggst innanlandsflugið að miklu leyti niður, og hvað þá? Eykur það ekki akstur á þjóðvegum landsins með tilheyrandi mengun og slysatíðni? Jafnvel þó þessar forsendur flugvallarandstæðinga um minni mengun og fækkun slysa í borginni (sem ég er of tregur til að skilja), þá hefur þessum vandamálum ekki verið eytt heldur einfaldlega verið sópað út fyrir borgarmörkin.

Til glöggvunar, svo lesandur mínir hafi það á hreinu, þá eru eyðingaröflin þessi: Samfylkingin (með Dag B. Eggertsson, lækni í fararbroddi), "Björt" framtíð (ég bið ykkur ekkert að afsaka gæsalappirnar mínar, þær eru af gefnu tilefni), Vinstri Græn (Sóley Tómasdóttir í efsta sæti, svarinn flugvallarandstæðingur til margra ára), og listi Sjálfstæðismanna er því miður ekki björgulegur að þessu leyti heldur, þótt blandaður sé hvað varðar afstöðuna til flugvallarins. Lítið lið hefur verið af efsta manni þess lista fram að þessu a.m.k, honum finnst mikilvægara að fjasa um ólæsi í heilsíðuauglýsingum sínum, eins og þeir sjallar ætli að fara að stunda móðurmálskennslu í borginni. 

Ég veit lítið enn um afstöðu Dögunar og Pírata í þessu máli, vonandi verður það ekki þessi fyrirsláttur um að þetta mál sé ekki á oddinum í þessum kosningum!  Í hvert sinn sem sú firring heyrist frá nokkrum frambjóðanda til borgarstjórnar bið ég lesendur að horfa til þeirra verka sem nu eiga sér stað, mulningsvél skipulagsráðs er á fullri ferð, hvað sem tautar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein af þeim döpru röksemdarfærslum sem andstæðingar flugvallarins nota er m.a. að fækka þurfi slysum í Reykjavík. Það segir sig sjálft að með brotthvarfi flugvallarins mun akstur á þjóðvegum aukast og þ.a.l. mun banaslysum og alvarlegum slysum fjölga á þjóðvegum. Eins og gefur að skilja eru þjóðvegir langt frá aðal sjúkrahúsi landsins og því munu slys sem fólk myndi hugsanlega lifa af ef það væri í borginni verða að banaslysum sökum fjarlægðar frá spítala.

Það er líka nauðsynlegt að benda á að banaslys í Reykjavík síðustu tíu ár eru sjö talsins. 3 voru ökumenn bifhjóla, 3 voru fótgangandi og eitt var fíflagangur ungmenna. Á sama tíma voru banaslysin á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur fimmtán og í langflestum tilfellum voru fleiri alvarlega slasaðir að auki.

Finnst einhverjum þessi röksemdarfærla þeirra halda vatni? Ekki mér. Mér finnst reyndar ekkert sem andstæðingar flugvallarins segja halda vatni.

Ingvar (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 10:22

2 identicon

Mikið er þetta rétt hjá þér. Því miður hefur aldrei verið eins léleg borgarstjórn við vold og nú. Hér eru lagðir reiðhjólastígar út um allt, eins og við búum í suður Evrópu. Allt til þess að trufla bílaumferð, vegna þess að þeim finnst að allir eigi að geta gengið í vinnu eða hjólað, vegna þess að þau búa flest á svæði 101. Stoðumælar á hverju horni, og taktu eftir, til að efla þjónustu. Ekki til að græða á borgurunum. Nei, nei. Þessi stjórn er búin að breyta degi í nótt í borgarmálum. Vilji almennings hunsaður. Tæp 70.000 undirskriftir hafa ekkert að segja varðandi flugvollinn, og sannast þar með að lýðræði, er eitthvað skraut gjálfur hjá þeim þegar kemur að kosningum, en í raun haga þeir sér eins og bolvaðir kommúnistar. Er þetta það sem Reykvíkingar vilja..??? Ég bara trúi því ekki.Ef áhugii væri hjá ríksstjórn, þá gæti hún tekið þetta land eignarnámi, og málið væri dautt.Því miður virðist það ekki heldur í sjónmálli vegna þeirrar ólukku hjá íslenskri þjóð með það fólksem kemst þangað inn.


M.b.kv.   

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 10:38

3 identicon

Góður pistill Þorkell.

Með tímið Dr. Day & Blöndal áfram í meirihluta borgarstjórnar þá er það alveg á hreinu að skemmdaverkar starfsemin í Vatnsmýrinni heldur áfram.

S. Björn Blöndal gerði okkur það skýrt á fundi fyrir rúmri viku að Fluggarðar færu á næsta ári, einnig ítrekaði hann að Rögnunefndin gæti ekki haft Vatnsmýrina sem einn af kostum sínum þar sem flugvöllurinn væri ekki á aðalskipulagi, þetta er þrátt fyrir loforð innanríkisráðherra um að ekkert verði að gert í Vatnsmýrinni fyrr en Rögnunefndin hefur lokið sér af.

Flugnemar eru greinilega annars flokks nemar sem eru pláss frekir að mati S. Björns Blöndal. Borgarstjórinn Jón Gnarr sagði jafnframt við okkur að það væri slæmt þegar borgar búar upplifa sig verða fyrir valdnýðslu, yfirgangi og frekju að hálfu borgarbúa en þar hitti hann naglann á höfuðið. Þetta er ekkert annað en einelti að hálfu borgaryfirvalda.

The battle must go on.

Valur Stefánsson (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Höfundur

Þorkell Ásgeir Jóhannsson
Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Höfundur er flugmaður, tónlistamaður, fjölskyldumaður og altmuligtmaður, stjórnarmaður í Hjartanu í Vatnsmýri og áhugamaður um allt mögulegt.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • cheese
  • Svissneskur ostur V
  • Svissneskur ostur IV
  • Svissneskur ostur III
  • Svissneskur ostur II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband