Varaflugvöllurinn í Vatnsmýri.

Þess misskilnings gætir hjá þeim sem ekki þekkja til, að varaflugvöllur sýni það hlutverk sitt í lendingartíðni þeirra flugvéla sem nota hann sem slíkan. Þannig vekur það furðu að ef Reykjavíkurflugvöllur er notaður af flugstjórum millilandaþota sem varaflugvöllur fyrir áfangastað sinn, Keflavíkurflugvöll, þá skuli þær þotur sjást svo sjaldan í Reykjavík sem raun ber vitni. Til allrar hamingju er það þó þannig að afar sjaldgæft er að það þurfi að snúa frá áfangastaðnum og til varaflugvallar. 

Það rýrir þó með engu móti þörfina fyrir þennan varaflugvöll, enda er lögbundið að flugstjóri í áætlunarflugi, sem og öllu atvinnuflugi skuli gera ráð fyrir a.m.k. einum varaflugvelli á móti hverjum áfangastaða sinna, þegar hann planar hvert og eitt flug. 

Þetta þýðir að reikna þarf með eldsneytisbirgðum sem duga til fyrirhugaðs áfangastaðar, ásamt með flugi þaðan til varaflugvallar, hvar þá skal vera eftir lögbundið lágmarkseldsneyti um borð til að mæta óvæntum töfum öðrum, áður en lent er.

Flugvélar brenna því meira eldsneyti sem þær eru þyngri. Því er það að ef langt er milli áfangastaðar og varaflugvallar hans, þá eyðist meira eldsneyti á leiðinni vegna hins aukna eldsneytis sem vélin þarf að bera. Á millilandaþotum á löngum leiðum erum við hér að tala um aukna brennslu sem nemur tonnum. Það verður seint vegið upp þó takist að skikka fáeina borgarbúa til að hjóla eða taka strætó, í stað þess að nota einkabíl!

Þá gerir þetta líkast til út um möguleika til Grænlandsflugs fyrir minni vélar eins og þær sem notaðar eru hér innanlands en hafa undanfarin ár malað gull í flugi með erlenda ferðamenn þangað. 

Annað sem þetta hefur í för með sér, er það að aukið eldsneytismagn, sem flugvél þarf að bera, skerðir arðhleðslu vélarinnar. Þ.e.a.s það komast færri farþegar með. Sem aftur þýðir að möguleg hagkvæmni flugsins skerðist vegna lakari sætanýtingar. Áætlað er að þessi munur leiði til taps upp á einn milljarð á næstu fimm árum, ef Reykjavíkurflugvallar nýtur ekki lengur við sem varaflugvallar. Það gefur auga leið að þessi mismunur mun leggjast á fargjöldin. 

Það verður því dýrara að ferðast með flugi, bæði innanlands og utan. Mun dýrara. Það munu allir tapa á þessu, borgarbúar sem aðrir landsmenn, og flugvallarandstæðingar sem aðrir. Sem sagt allir sem fljúga.


mbl.is Segja flugvöllinn aðalkosningamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein og skrifuð af þekkingu. En flækir það ekki bara málið að vera að blanda í það staðreyndum og rökfærslum, tilfinningar skipta jú mestu máli nú til dags.

Erlendur (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Höfundur

Þorkell Ásgeir Jóhannsson
Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Höfundur er flugmaður, tónlistamaður, fjölskyldumaður og altmuligtmaður, stjórnarmaður í Hjartanu í Vatnsmýri og áhugamaður um allt mögulegt.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • cheese
  • Svissneskur ostur V
  • Svissneskur ostur IV
  • Svissneskur ostur III
  • Svissneskur ostur II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband