Smekkleysa fréttamanna RUV

Þann 7. júní s.l. greindi fréttastofa RUV frá andláti Árna Johnsen, fyrrum fjölmiðla- og alþingismanns með meiru. Árni var litríkur en sannarlega umdeildur maður, breyskur eins og við öll. En þessi fregn RUV var í meira lagi undarleg enda bar hún því klárlega vitni að minning Árna er ekki hátt skrifuð í þessum herbúðum. Eitt af því sem skín í gegn í efnistökum stofnunarinnar er t.d. hin pólitíska slagsíða hennar. Eftirfarandi er orðréttur úrdráttur úr frétt RUV: “Hann sagði af sér þingmennsku árið 2001 eftir að upplýst var að hann hefði nýtt fjármuni bygginganefndar Þjóðleikhússins í eigin þágu. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í Hæstarétti 2003, en fékk uppreist æru þremur árum síðar.” Nú er ferilskrá Árna heitins ansi löng og fjölbreytt og gegnumsneytt er hún vörðuð leiðarsteinunum húmor, góðvild og hjálpsemi. En RUV, eftir að hafa hlaupið stuttaralega gegn um starfsferil Árna, sér sóma sinn í að fjalla aðeins sérstaklega um það sem miður fór hjá honum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort þessi stofnun muni framvegis fjalla með svipuðum hætti um sakamál og dóma hinna látnu í andlátsfréttum þeirra, líka þeirra sem falla að pólitík stofnunarinnar. Mun t.a.m. verða tilgreint að forsætisráðherra gjaldborgarstjórnarinnar hafi verið sakfelld í Hæstarétti, þegar að því kemur að flytja andlátsfrétt hennar? Og þrátt fyrir að hin stuttaralega yfirferð á starfsferli Árna hafi m.a. nefnt þetta: “....og dagskrárgerðarmaður fyrir Ríkisútvarpið og sjónvarpið frá stofnun þess.” datt þessum fréttamönnum ekki í hug að þakka samferðina fyrir hönd stofnunarinnar, eins og þó er til siðs í slíkum tilfellum. Loks fórst alveg fyrir hjá þessari fréttaveitu ríkisins (okkar) að votta aðstandendum samúð, sem þó er einnig til siðs. Ekkert nema hrein andúð skín í gegnum þessi fréttaskrif. Sem skattgreiðandi, og þar með einn þeirra sem náðarsamlegast fá að styrkja þessa stofnun með nefskatti, hlýt ég að eiga kröfu til þess að efnistök fréttaveitu hennar séu hlutlausari, vandaðri og nærgætnari en þetta. Miklu hlutlausari, miklu vandaðri og miklu nærgætnari.


Bloggfærslur 9. júní 2023

Um bloggið

Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Höfundur

Þorkell Ásgeir Jóhannsson
Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Höfundur er flugmaður, tónlistamaður, fjölskyldumaður og altmuligtmaður, stjórnarmaður í Hjartanu í Vatnsmýri og áhugamaður um allt mögulegt.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • cheese
  • Svissneskur ostur V
  • Svissneskur ostur IV
  • Svissneskur ostur III
  • Svissneskur ostur II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband