Opið bréf til Jóns Gnarr, borgarstjóra.

Sæll Jón. Varstu nokkuð nýkominn frá Denver þegar þú veittir viðtalið við Kjarnann um daginn? Forláttu að ég spyrji, en þú lýstir einhverju sinni hrifningu á sérstökum búllum þar í borg og það kæmi svo vel saman við það sem haft var eftir þér í þessu viðtali. Mér þykir í fyrsta lagi leitt að sjá að þú skulir ekki virða lýðræðið meir en þú gerir, því þú hefur valið að gera samfylkingarisma að þínu viðhorfi til þess. Þú ert nú orðinn einn af þeim stjórnmálamönnum sem hugsa þetta svona: Jújú mikil ósköp, ég virði að sjálfsögðu lýðræðislegan rétt fólksins til að tjá hug sinn um þetta mál, en ég ætla nú samt að ráða þessu! Og til að réttlæta vanvirðingu þína gagnvart 70 þúsund manna undirskriftalista ásamt afgerandi niðurstöðum þriggja nýlegra skoðanakannana um flugvallarmálið, setur þú fram hreinar lygar varðandi framkvæmd sjúkraflugsþjónustunnar og gjaldfellir um leið það sem þú segir annars staðar, að þú hafir haft fyrir því að kynna þér þetta mál og takir mið af þekkingu sérfræðinga í öllum málum og blablabla... Sem sagt, það var þá einhver "þekkingaröflun" sem varð til þess að þú blaðraðir þetta um sjúkraflugið:

"Það má hugsa þetta svona: Þú ert á Flateyri og ert að vinna þetta viðtal. Svo færðu einhver eymsli í magann og ákveður að hringja í lækninn á Ísafirði. Hann er í skírnarveislu og segist ætla að renna á þig. Hann klárar kaffið sitt og kleinuna sína og er snöggur til þín. Það tekur hann kannski hálftíma. Hann greinir þig og segir þér að þú sért með botnlangakast og að það þurfi að skutla þér suður í aðgerð. Hann hringir á sjúkrabíl sem er ekki nema annan hálftíma að koma og svo er hringt til Akureyrar, þar sem sjúkraflugið er. Þeir hafa klukkutíma til að undirbúa sig áður en þeir fara í loftið. Þú bíður eftir þeim í sjúkrabílnum á meðan. Svo kemur flugvélin frá Mýflugi og flýgur með þig til Reykjavíkur. Þarna eru líklega liðnir 4-5 klukkutímar að lágmarki áður en þú lendir á Reykjavíkurflugvelli og þér finnst þú eðlilega vera helvíti kvalinn. alveg að drepast. Þú ert drifinn upp á Landspítala og inn á skurðstofu og það síðasta sem þú manst er að þú sérð flúrljósin á skurðstofunni. Síðan vaknar þú og læknirinn heldur í hendina á þér og segir að það hefði ekki mátt muna einni mínútu, þá værir þú ekki hérna í dag. Og þú hugsar að þú eigir Reykjavíkurflugvelli líf þitt að þakka. En þetta er ekkert þannig. Þetta er ákveðin dramatísk tilfinningasemi."

Í allri þessari lygalangloku gerir þú lítið úr læknum og áhöfnum sjúkrabíla, berð Mýflugi á brýn að fara langt út fyrir samningsbundinn viðbragðstíma og meira en tvöfaldar þann rauntíma sem hefði átt við í dæminu sem þú setur upp. Ef þetta er ekki atvinnurógur, hvað viltu þá kalla þetta? Þær manneskjur sem hafa komið fram með reynslusögur sínar, þar sem engu mátti muna til að lífsbjörg þeirra yrði að veruleika, þær sögðu ekkert nema blákaldann veruleikann. Hliðstæð dæmi eru mörg, en í niðurlagi langlokunnar þinnar lýgur þú upp á þetta fólk að þau ljúgi til um þessi örlög sín ("En þetta er ekkert þannig"). Það hefur áður gerst að maður í þínu núverandi embætti varð að víkja úr því, hafandi orðið uppvís að lygum. Finnst þér ekki við hæfi, sérstaklega í ljósi þess að þú sækist nú eftir að gegna þessari stöðu áfram, að sýna embættinu þá virðingu að læra af þeirri nöturlegu reynslu? Og finnst þér ekkert öfugsnúið af manni sem temur sér þá framkomu sem þú sýnir með þessu viðtali, að hann skuli sjálfur í sífellu vera sífrandi um einelti?

Eitt að lokum, má Eiríkur bæjarstjóri hér á Akureyri fara að vænta svars frá þér, við bréfinu sem hann sendi þér síðasta vetur?

Með bestu kveðjum frá Akureyri,

Þorkell Ásgeir Jóhannsson,

flugstjóri hjá Mýflugi og stjórnarmaður í Hjartanu í Vatnsmýri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Höfundur

Þorkell Ásgeir Jóhannsson
Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Höfundur er flugmaður, tónlistamaður, fjölskyldumaður og altmuligtmaður, stjórnarmaður í Hjartanu í Vatnsmýri og áhugamaður um allt mögulegt.

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • cheese
  • Svissneskur ostur V
  • Svissneskur ostur IV
  • Svissneskur ostur III
  • Svissneskur ostur II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband