22.4.2015 | 11:35
Gísli Marteinn bloggar!
Ekki fer drengnum vel að tjá sig um flugvallarmálið, því hann velur að beita fyrir sig hálfsannleik og sá málstaður sem beitir slíku fyrir sig er illa á vegi staddur.
Gísli Marteinn hjólar í Kristján L. Möller, fyrrum samgönguráðherra, fyrir að sá síðarnefndi skyldi leyfa sér að orða þann möguleika að lögbann verði sett á framkvæmdir sem hafnar eru við Hlíðarenda, í nágrenni neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Gísli Marteinn tiltekur í gagnrýni sinni samninga sem Kristján, ásamt fleirum, gerði gerði í ráðherratíð sinni um lokun flugbrautar 06/24 (neyðarbrautarinnar), en svo virðist sem það henti drengnum síður að halda því til haga að þessir samningar gengu út á að opna hliðstæða flugbraut á Keflavíkurflugvelli, en frá þeirri ráðstöfun var horfið, m.a. vegna kostnaðar. Það ásamt fleiru, m.a. viðsnúningi borgaryfirvalda varðandi þessi mál, hefur kippt öllum stoðum undan þeim samningum sem kváðu á um lokun þessarar flugbrautar.
Hálfsannleikur er heil lygi, Gísli Marteinn.
Þá er það einnig svo að þessar framkvæmdir við Hlíðarenda brjóta í bága við reglugerð nr 682/2009 (skipulagsreglur um Reykjavíkurflugvöll), en þær reglur kveða á um takmörkun hindrana í nágrenni flugvallarins. Kristján var einmitt sá ráðherra sem skrifaði undir þessar reglur þ. 23. júlí, 2009. Það liggur fyrir að framkvæmdirnar sem eru hafnar á þessu svæði, eiga að enda með allt að fimm hæða byggingum, rétt við enda flugbrautar 24 á Reykjavíkurflugvelli. Skyldu nú vera forsendur til að ganga út frá því að óhætt sé að hindra aðflugslínu þessarar flugbrautar og þar með loka henni? Nei, fjarri fer því. Áhættumat Isavia, sem fjallar um þetta mál hefur enn ekki hlotið úrskurð Samgöngustofu. En skv. reglugerð um flugvelli nr 464/2007 ber að áhættugreina þessa skerðingu á flugvellinum áður en til hennar kemur. Sama reglugerð kveður einnig skýrt á um framkvæd útreikninga á nothæfisstuðli flugvalla, en eftir því var ekki farið í vinnu Isavia (eða Eflu-verkfræðistofu f.h. Isavia) og ekki er ég grunlaus um að þetta standi svolítið í þeim embættismönnum sem nú fjalla um málið hjá Samgöngustofu, enda drátturinn sem orðinn er á úrskurðinum þaðan orðinn vægast sagt óhóflegur.
Sá gerningur borgaryfirvalda að gefa út leyfi fyrir þessum framkvæmdum án þess að þetta áhættumat liggi fyrir er í besta falli flumbrugangur og reyndar yfirgengileg óvirðing við flugöryggi. En hann er einnig klárt lögbrot. Hér eru til nefndar tvær reglugerðir sem verið er að traðka á með þessari framgöngu. Svo varla verður annað séð en Kristján L. Möller sé fyllilega samkvæmur sjálfum sér með hugrenningum þeim, sem Gísli Marteinn bloggaði um og stílfærði með hálfsannleik sínum í gær. Skyldi Gísli e.t.v. geta rökstutt það að setja ekki lögbann á framkvæmdir sem svona er ástatt um?
Vildi loka flugbrautinni sem ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Ásgeir Jóhannsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.