2.6.2015 | 13:09
Rangfærslur Fréttablaðsins í morgun.
Í grein á bls. 10 fjallar blaðið um afgreiðslu Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær, á frumvarpi um skipulag á alþjóðaflugvöllum landsins. Það gengur út á aðkomu ríkisins að málum sem varða almannaheill, langt út fyrir mörk einstakra sveitarfélaga.
Minnihluti nefndarinnar, sem vill til að eru fulltrúar sömu flokka og skipa meirihluta borgarstjórnar, þess hins sama sem nú gengur hart fram gegn öryggishagsmunum landsmanna í flugvallarmálinu, halda því fram að afgreiðsla meirihlutans í nefndinni hafi verið óeðlileg. Þarna hleypur Fréttablaðið undir bagga með borgarstjórnarmeirihlutanum og fulltrúum þeirra flokka á Alþingi, en notar því miður rangfærslur máli sínu til stuðnings. Þar sem flutningsmaður frumvarpsins, Höskuldur Þórhallsson, segir að afgreiðsla frumvarpsins hafi byggst á "jákvæðum umsögnum Akureyrarbæjar og Fljótsdalshéraðs sem hafi verið málinu fylgjandi" bætir blaðamaður Fbl. (svavar@frettabladid.is) inn hornklofa með sinni athugasemd og segir: [umsagnir sveitarfélaganna taka aðeins til breytinga á Reykjavíkurflugvelli].
Nú ætla ég að vitna aðeins í þessar umsagnir þessara sveitarfélaga:
"Akureyrarbær er hlynntur lagabreytingu sem tryggir rekstur lykil flugvalla á íslandi til langs tíma." (Þessi umsögn er reyndar í mun lengra máli og er fróðleg lesning um þetta mál).
"Í ljósi mikilvægis Reykjavíkurflugvallar fyrir landið allt telur bæjarráð að eðlilegt sé að ríkisvaldið hlutist sérstaklega til um skipulag flugvallarins og styður því frumvarpið. Bæjarráð bendir þó jafnframt á að eðlilegt getur talist að sett sé sérstök löggjöf um alþjóðaflugvelli á landinu þar sem meðal annars er tekið á skipulagsmálum þeirra valla með hagsmuni landsins alls að leiðarljósi." (Fljótsdalshérað).
Báðum þessum sveitarfélögum var vel kunnugt um væntanlegar breytingar á frumvarpinu þegar þessar umsagnir þeirra fóru inn enda kemur fram skýr stuðningur við þær í þessum umsögnum. Starfsmanni Fbl. hefði verið í lófa lagið að kynna sér þetta fyrir utan að lesa sjálfar umsagnirnar sem bera glögglega með sér stuðning við frumvarpið í núverandi mynd.
Um bloggið
Þorkell Ásgeir Jóhannsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.